Hagnýtar upplýsingar
BÍLASTÆÐI
Næg bílastæði eru við höfnina fyrir neðan Súgandisey og við hafnarsvæðið.
BÓKUNARSKILMÁLAR
Þetta skjal inniheldur bókunarskilmála sem í gildi eru þegar bókað er í gegnum vef Ferjuleiða. Þessir samningar gilda fyrir bæði kaupendur og Ferjuleiðir ehf. Þegar bókað er í gegnum vef Ferjuleiða er nauðsynlegt að samþykkja þessa skilmála til þess að klára bókun. Ef einhverjar spurningar vakna þá vinsamlegast hafið samband við Ferjuleiðir: ferja@ferja.is eða í síma 562-8000.
BREYTINGAR Á BÓKUNUM
Breytingar á bókunum, þegar um er að ræða fækkun eða fjölga farþega eða breytingu á brottfarartíma, eru leyfðar allt að 24 klukkustundum fyrir brottför án auka kostnaðar. Rukkað er 1.500 króna breytingagjald fyrir breytingar á bókunum sem eru gerðar með minna en 24 klukkustunda fyrirvara.
AFBÓKUNARSKILMÁLAR
Afbókun sem gerð er með meira en 24 klukkustunda fyrirvara felur í sér 5% afbókunargjald. Afbókun sem gerð er með minna en 24 klukkustunda fyrirvara felur í sér 3.000 króna afbókunargjald.
PERSÓNUUPPLÝSINGAR
Allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp eru trúnaðarmál og eru þær einungis notaðar í bókunarkerfi Ferjuleiða og hafðar til hliðsjónar ef af einhverjum ástæðum nauðsynlegt er að hafa samband við viðkomandi. Þessar upplýsingar eru algjört trúnaðarmál og fara Ferjuleiðir með þær sem slíkar.
HVERNIG KEMST ÉG Á STAÐINN?
Strætó fer daglega frá Reykjavík til Stykkishólms yfir sumartímann.
