Fyrir ferðamenn er margt að sjá og skoða í eyjunni. Má þar nefna einstaka náttúru, fjölskrúðugt fuglalíf, kirkjuna með málverkum Baltasars, kyrrðina og tímaleysið.
Ferjan Baldur býður upp á ferðir allt árið um kring til Brjánslækjar á Vestfjörðum – sem er ómissandi heimsókn fyrir alla sem vilja skoða náttúrufegurð Íslands.
STYKKISHÓLMUR
STYKKISHÓLMUR
Ferjan Baldur siglir einnig frá heimahöfn sinni í Stykkishólmi – einstökum stað á Snæfellsnesi sem ætti ekki að fara fram hjá neinum sem vill upplifa töfra náttúrunnar og menningu íslensks sjávarbæjar.